Sjáum um að endurnýja raflagnir bygginga í heild eða hluta. Einnig sjáum við um aðstoð við að tengja heimilistæki stór sem smá. Skiptum um rafstrengi, tengla og rofa.
Við setjum upp og endurnýjum rafmagnstöflur. Tökum einnig að okkur verkefni við að
skipta yfir í þriggja fasa rafmagn.
Við sjáum um val og uppsetningu á hraðhleðslustöðvum og hefðbundnum hleðslustöðvum fyrir einstaklinga, fyrirtæki og húsfélög.
Við aðstoðum við val á ljósum og sjáum um uppsetningu fyrir einstaklinga, fyrirtæki, íþóttafélög og húsfélög.
Góð lýsing getur haft mikil áhrif á rými. Við tökum að okkur öll helstu verkefni sem snúa að lýsingu hvort sem um er að ræða innilýsingu eða útilýsingu fyrir heimili, skrifstofur og fleira.
Einnig sjáum við um uppsetningu á leiðar -og neyðarlýsingu í samræmi við lög og reglur.
Mikil reynsla á uppsetningu lýsingar í íþróttamannvirkjum.
Við setjum einnig um astro stýringu fyrir útiljós sem hægt er að stjórna með símaforriti.
Setjum upp brunakerfi í heild sinni. Uppsetning reykskynjara, bjöllu, hurðarsegul, handboða og I/O tæki.
Við setjum upp og skoðum leyðarljós og neyðarlýsing.
Við setjum upp netskápa fyrir ljósleiðara og símakerfi
Við setjum upp lokað myndavélakerfi (CCTV) sem getur verið nettengd.
Við setjum upp mótora, blásara, hraðastýringar og mjúkræsar fyrir loftkerfi.
VIð sjáum um uppsetningu á LED auglýsingaskiltum fyrir fyrirtæki og íþróttafélög.
Við setjum upp ljós fyrir íþróttafélög og fyrirtæki.
Við setjum upp dyrasíma í fjölbýlishús
Við tengjum allt rafmagnsheimilistæki fyrir þig.
Raflagnir bygginga
Stýring á hitakerfum ss. loftkerfi, gólfhita, hitavírum í þakrennum, hitavír fyrir pípulagnir, heitir pottar, sauna, útilýsing, ofl. sem hægt er að stjórna með símaforriti.
Við mælum og umsýsla á skýrslugerð og skil til mannvirkjastofnunar (HMS).